Portkona
Eg sá hana. Eg sá hana.
Eg sá menn benda á hana
og þrá hana.
Hún gægist inn í gluggana.
Hún gengur inn í skuggana,
og sveina þangað seiðir hún,
og blíðu sína selur hún,
og samviskuna kvelur hún,
og böðla sína hatar hún,
og hjarta sínu glatar hún.
Eg sá hana. Eg sá hana.
Eg sá menn benda á hana
og smá hana.
Davíð Stefánsson (Kveðjur, 1924)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli