Sýnir færslur með efnisorðinu Örsögur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Örsögur. Sýna allar færslur

14.4.08

Örsaga

Skáldlegum töfraljóma stafaði frá kletti undir rammíslensku fjallinu hvar álfkona birtist með bylgjandi hár, girt gullbandi um sig miðja, og rauðan skúf, í peysu. Augun frán og stingandi þegar hún sagði: Renn úr ranni, eins og huldumey úr fortíðinni sæmir.

Örsaga

Maður sér svo hvað fólk vantar, það er svo gott með það, þetta fólk er svo þakklátt. Maður kemur og steikir kleinur og það bara faðmar mann og kyssir.
Lína í strætó.

Örsaga

Það leið stuna af vörum konunnar með andlitsfarðann þegar hún sofnaði, brjóstin ríkulega skreytt kossum loforða, draumarnir snerust um róandi tortímingu.