26.11.08

Auglýsing

Auglýsing frá Gasgeiri formanni Fokksins (og Sollu Samfó):


Ríkið (Davíð, ég, Solla og Gasbjörn, plús einhverjir attaníossar) óskar eftir lífvörðum. Hin nýja, stolta stétt Íslendinga, skuldatökumenn og aðrir vinir okkar, er sérstaklega hvött til að sækja um.


Hárgreiðsla frá JónÁsgeir Design og jakkaföt frá Björgólfur PIMP Design Group í boði ásamt tækninýjungum frá Gvantanamó Group Enterprise. Algjör launaleynd og baktrygging hjá Iceslave Corporation. Græddur er "geymdur" eyrir skríls.

Einnig vantar okkur tilfinnanlega fleiri gaskalla til að standa vörð um Davíð, kóng vorn og forstrjóra, karlmennskutákn og landsföðurlegan brandarakall.

Heilabú ekki krafa. Hatur á Jóni og Gunnu algjört skilyrði.

Grípið þetta einstaka tækifæri! Verið með í uppbyggingu Fokksins! Stöndum vörð um auðlindir Fokksins! Verjum Fokkinn fyrir skrílnum! Kjörorð okkar er: Helsi, ranglæti og bræðralag ársins flutt af Gaskallakórnum.

Norskir sérfræðingar í tímaeyðslustjórnun eru einnig sérstaklega hvattir til að sækja um (plísplísplís!.

Gaskallastjóri ríkisins aðstoðar við undirskriftir með exi og hefur umsjón með hlerunum. Þeir verða kyrfilega festir á glugga Fokkráðsins og eggjavarðir.

Sækið um! Komið í viðtal! Krampavín og humorsnittur með brúnni leynisósu í einkaboði H. Ásgrímsson, Hornyfjord Haven Bank.

Gasgeir de Haar (og Solla Samfó)

14.4.08

Annarramannamál

One must never miss an opportunity of quoting things by others which are always more interesting than those one thinks up oneself.
- Marcel Proust

We must respect the other fellow's religion, but only in the sense and to the extent that we respect his theory that his wife is beautiful and his children smart.

- H.L. Mencken

God is a comedian playing to an audience afraid to laugh.
- Voltaire

We move between two darknesses. The two entities who might enlighten us, the baby and the corpse, cannot do so.
- E. M. Forster

Nothing better than sitting on your deck looking at Uranus.
- Blue Collar TV

Haraldur var mikill baráttumaður fyrir lífi eftir dauðann.
- Um Harald Nielsen prófessor í DV 010208 bls. 44

Örsaga

Skáldlegum töfraljóma stafaði frá kletti undir rammíslensku fjallinu hvar álfkona birtist með bylgjandi hár, girt gullbandi um sig miðja, og rauðan skúf, í peysu. Augun frán og stingandi þegar hún sagði: Renn úr ranni, eins og huldumey úr fortíðinni sæmir.

Örsaga

Maður sér svo hvað fólk vantar, það er svo gott með það, þetta fólk er svo þakklátt. Maður kemur og steikir kleinur og það bara faðmar mann og kyssir.
Lína í strætó.

Örsaga

Það leið stuna af vörum konunnar með andlitsfarðann þegar hún sofnaði, brjóstin ríkulega skreytt kossum loforða, draumarnir snerust um róandi tortímingu.

2.4.08

The Temple

Who are they talking to in the big temple?
If there were a reply it would be a conversation:
It is because there is none that they are fascinated.
What does not reply is the answer to a prayer.

C.H. Sisson 1914-2003. Enskur.

Flott ljóð eftir Davíð

Portkona

Eg sá hana. Eg sá hana.
Eg sá menn benda á hana
og þrá hana.

Hún gægist inn í gluggana.
Hún gengur inn í skuggana,
og sveina þangað seiðir hún,
og blíðu sína selur hún,
og samviskuna kvelur hún,
og böðla sína hatar hún,
og hjarta sínu glatar hún.

Eg sá hana. Eg sá hana.
Eg sá menn benda á hana
og smá hana.

Davíð Stefánsson (Kveðjur, 1924)

Uppáhalds ljóðið mitt

In Church

Often I try
To analyse the quality
Of its silences. Is this where God hides
From my searching? I have stopped to listen,
After the few people have gone,
To the air recomposing itself
For vigil. It has waited like this
Since the stones grouped themselves about it.
These are the hard ribs
Of a body that our prayers have failed
To animate. Shadows advance
From their corners to take possession
Of places the light held
For an hour. The bats resume
Their business. The uneasiness of the pews
Ceases. There is no other sound
In the darkness but the sound of a man
Breathing, testing his faith
On emptiness, nailing his questions
One by one to an untenanted cross.

R.S. Thomas, prestur í Wales (29.03.1913 - 25.09.2000).

Þetta finnst mér flott trúarleg pæling hjá kristnum presti um kirkjuna sína.

Ms Neutrino

Holes decorate mountains
You whoosh through
Perhaps leaving a trace
Of sonic soundless explosions.

The Pacific Ocean is a diamond
In its holy core. I wonder
About gods infiltrating mountains
And banning holes.

27.3.08

Verði ljós

Pat Condell heitir maður stórskemmtilegur. Á heimasíðu hans segir meðal annars:


-Hæ, ég heiti Pat Condell. Ég ber ekki nokkra virðingu fyrir trúarskoðunum fólks og kæri mig kollóttan hvort einhver móðgast við það.


Líka:

-Ekki það að ég álíti að trúarbrögð séu vita gagnslaus. Ég leita til þeirra þegar ég vil láta ganga fram af mér.


Hérna er slóð (hann er líka á jútjúb):

http://www.patcondell.net/


Hérna kemur lausleg þýðing á einum hlaðvarpsþátta snillingsins Pat Condell. Fólk sem rígheldur í sína barnatrú og síðarmeir áunnu skinhelgi fær hland fyrir hjartað. Garanterað.


„Mér barst tölvupóstur þar sem í stóð: -Ég vona að þú finnir guð á árinu 2008.


Fallega hugsað, en ég vona að manninum skjátlist vegna þess að vitneskja mín um guð og skikkið sem hann vill hafa á hlutunum, og einkum fólkið sem hann virðist laða að sér, - allt þetta gerir það að verkum að ég vona að hann haldi sig eins fjarri mér og í mannlegu valdi stendur. Eða ómannlegu.


Við erum auðvitað að tala um eyðimerkurguðinn, guð dauðans. Og við vitum að kenningakerfin þrjú (gyðingdómur, kristni, islam) eru tilbrigði við dauðastef hins upprunalega sértrúarsafnaðar. Áhangendur trúkerfanna dýrka allir sama guðinn, hinn meinta kærleiksguð, og það er sennilega ástæðan fyrir því að þeir bera ástríðufullt hatur hver til annars, ég veit það svo sem ekki, það verður að spyrja þá að því.


Í heildina kallast þetta lið afkomendur eða börn Abrahams vegna þess að hann á að vera forfaðirinn sem má rekja ættir sínar til. Án tilkomu Abrahams væri séns á að kenningakerfi þessi fyrirfyndust ekki. Það væri ekki vitlaust að geta ferðast aftur í tímann og talað yfir hausamótunum á kallinum. -Fávitinn þinn, myndi ég segja, -gastu ekki séð þetta fyrir? Erðanú spámaður!


Abraham var sá sem ákvað að nú skyldi einn guð duga öllum, skilaboðin sem sagt að ein stærð passaði öllum. Þetta hafði nokkuð tortímandi áhrif á guðina sem fyrir voru, litlu guðina í fjöllum og ám og lækjum, þessa litlu, sérstöku grenndarguði sem höfðu þjónað fólkinu dyggilega frá ómunatíð. Þeim var bolað burt og öllu þeirra guðlega vafstri troðið inn í sameiginlegan risapott með miðlægu valdakerfi, þröngt sniðin siðalögmál og réttvísa hefnigirni í hjarta.


Æ síðan hafa menn velt fyrir sér hvort þessi braut hafi verið mannkyninu til góðs. Og umræðunni er ekki nándar nærri lokið.


Abraham á það sameiginlegt með aðalpersónum trúkerfanna að vera ekki þekktur fyrir stabílt geðslag. Sem kunnugt er ætlaði hann að drepa son sinn vegna þess að guð stakk því að honum. Til allrar hamingju skarst guð í leikinn á síðustu stundu og stöðvaði athæfið, svona til sönnunar um miskunn sína og réttlæti. Er þá ekki tekin með í reikninginn sálarangist sú sem hann olli veslings feðgunum með tilheyrandi ævilöngu öri á sálinni.


En það er einmitt rauði þráðurinn í gamla testamentinu, að valda sem flestum andlegum og líkamlegum meiðslum, og varla að nokkur maður komist óskaddaður frá því. Sjáið til dæmis meðferðina á Adam og Evu, fyrstu íbúunum á jörðinni. Þeim var refsað fyrir að haga sér eins og fólk, fyrir að haga sér eins og guð skapaði þau. Hann vissi fullvel að forvitnin var þeim í blóð borin, forvitnin var þeim gefin til að komast af. Og hann vissi að þau myndu borða eplið.


Þegar hér er komið sögu flögrar að hinum kaldhæðnu að guð hafi skapað manninn í þeim eina tilgangi að refsa honum. Við lærum það strax í sköpunarsögunni að okkur skuli hegnt fyrir það eitt að vera mannleg. Í hegningarskyni var okkur hent út úr paradís.


En Eyjólfur hresstist og við hófumst handa við að klastra upp turninum Babel, okkur langaði til að svipast aðeins um uppi í himnaríki. Við vorum semsagt forvitin og trú okkar eðli. En guð var síður en svo hrifinn af uppátækinu og nú refsaði hann okkur með því að eyðileggja tungumálið.


Svona standa málin þegar við erum rétt byrjuð að fletta, erum enn á fyrstu blaðsíðunum í mósebók, en erum þó búin að fá tvo alvarlega skelli frá hinum miskunnsama og kærleiksríka guði okkar.


Stuttu síðar drekkir hann nær öllu sem andann dregur á jörðinni, sennilega verið eitthvað móðgaður. Áður hafði hann laumað innherjaupplýsingum að Nóa gamla og sagt honum að byggja sér bát, trúlega áttað sig á síðustu stundu að vænlegra væri að hafa einhvern eftir á jörðinni til að refsa.


Ég hef fullan skilning á því að fólk lesi biblíuna sér til ánægju. Hún er að sumra áliti mikið bókmenntaverk, og svo sannarlega er hún merkileg mannasmíð menningarlega séð, en hún er ekki orð guðs. Það er tími til kominn að við hættum að láta sem svo sé.


Aðalpersónan í biblíunni er guð. Við lesturinn kemur fljótlega í ljós að hann er áhugaverður karakter, svolítið groddalegur, en þetta er jú tilraun til þess að gefa hinu skapandi lífsafli mannlega ásýnd. En því miður fékk hann að burðast með okkar eigin lítilmótlegu fordóma og varð hann því svo mannlegur að okkur stafar bráð hætta af.


Ég hef tekið eftir því að mannlegir eiginleikar fara einungis mannfólkinu vel, þeir fara guðum illa.

Manneskjulegum guðum hættir til að vera þrjóskir, ofbeldishneigðir og óútreiknanlegir – á einstaklega yfirborðslegan og eigingjarnan hátt. Og botnlaust móðgunargjarnir. Eins og hinir ofurviðkvæmu, eilíft hneyksluðu áhangendur þeirra.


Ef við sækjumst eftir því að fara yfir velsæmismörkin þá erum við á réttum stað því biblían er viðbjóðsleg lesning, nema fólki finnist alltílagi að konur sem halda framhjá skuli myrtar, að það sé í fína lagi að selja dætur sínar, og að sá sem heldur ekki hvíldardaginn heilagan skuli grýttur á staðnum. Sumum finnst þetta kannski í góðu lagi, og einnig það að guð fyrirskipi ítrekað fjöldamorð. Nei, hann minnist ekkert á klasasprengjur eða skotflaugar, en það er sennilega hér sem kemur til kasta fínustu tækni biblíurýninnar.


Í samanburði við afrekaskrá guðs þessa má líkja Saddam Hussein við Ghandi.

Í 13. kafla fimmtu mósebókar mælir guð svo fyrir um að ef við verðum vör við að fólk (les: útlendingar) dýrkar aðra guði en hann þá eigum við að myrða alla á staðnum, karla, konur og börn, jafnvel kvikfénað. Og fullkomna síðan verkið með því að brenna bæinn til grunna.


Já, svona rétt á meðan ég man: Þú skalt ekki mann deyða.


Það er von mín að þið skiljið hversvegna mér er ómögulegt að taka þennan eyðimerkurguð mér til fyrirmyndar, þennan guð dauðans sem svo ótalmargir virðist elska svo heitt. Ég vona að þið skiljið að ég vil ekki hafa neitt saman við hann að sælda, hvort sem hann er til eða ekki. Siðferðiskennd okkar guðs og gildismat fer ekki saman.


Mér stendur því nákvæmlega á sama hvað hann þykist vera að blaðra um alla skapaða og óskapaða hluti. Og ef hann hlunkaðist niður úr himnum í stígvélum með stáltá og veifaði dómarabókinni framan í mig þá segði ég það sama við hann og ég segi öllum predikandi bullum: -Nei takk, ég hef ekki áhuga á uppdiktuðu hjálpræði. Má ég þá heldur biðja um eilífa útskúfun. Og að síðustu: Farðu í rassgat, ég er önnum kafinn við að syndga.


Friður sé með yður. (Nema það sé guðlast? Síst af öllu vil ég særa nokkurn.)



26.3.08

Draugar vinsælir í Svíþjóð

Kíkti í sænsku blöðin í dag. Í expressen.se eru gjarnan skoðanakannanir. Hér er ein og svona var staðan þegar ég tók þátt:


Trúir þú á drauga?

Já – 65,1%

Nei – 34,9%


Ef þessu væri öfugt farið þá réði ég mér ekki fyrir kæti!